INL Logo
Icelandic National League of North America  
HomeAbout UsChaptersScholarshipsConventionsContact Us
   
 
News
Web Links
Audio Programs
Iceland Radio
Calendar
Frequently Asked Questions

Verið velkomin!

Welcome!

Icelandic, Canadian and US flags

  Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi

Velkomin á heimasíður Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Við höfum gert þessa sérútgáfu af kveðjusíðu okkar eingöngu fyrir þau ykkar sem eruð flugfær á íslenska tungu. Flestir gesta okkar eru frá Norður-Ameríku, og þvíer enska okkar aðaltungumál. Við vonumst til að þetta valdi ekki vandræðum fyrir íslenska gesti okkar.

Aðaltilgangur heimasíðna okkar er að upplýsa meðlimi þjóræknisfélaganna í Kanada og Bandaríkjunum um hvað aðrir meðlimir hafa á prjónunum. Við kynnum m.a. upplýsingar um námsstyrki sem standa til boða hjá ýmsum íslenskum stofnunum og samtökum. Við vonumst til að með því að miðla þekkingu um sérhvert aðildarfélag getum við hlúð að grósku í vestur-íslenskri menningu.

Við bjóðum ykkur að skoða síður okkar, þar á meðal "tengla"-síðuna sem líkist "ofur-höfn" sem tengir það sem íslenskt er um allan heim. Við þökkum fyrir heimsóknina, og vonum að innlitið hafi veitt ánægju. Gjörið svo vel að hafa samband við Elvu Simundsson - simundss@mbnet.mb.ca, á því tungumáli sem ykkur hentar, ef þið viljið vekja athygli Þjóðræknisfélagsins á einhverju.

Garry Oddleifson, forseti

MARKMIÐ INL

Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi var stofnað árið 1918 og stofnþing var haldið 25. mars 1919 í Winnipeg. Síðar, eða 30. maí 1930 var félagið skráð samkvæmt lögum Sambandsríkisins. Allt frá upphafi hefur það verið í fararbroddi í samfélags- og menningarmálum Íslendinga í Kanada og Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Meginmarkmið Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi eru þrjú:

1. Að vinna að því að fólk af íslensku bergi brotið verði nýtir borgarar Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku.

2. Að viðhalda og varðveita skilning á íslenskri tungu, bókmenntum og menningu meðal Íslendinga í álfunni.

3. Að efla skilning, samvinnu og menningarleg samskipti íslensku þjóðarinnar og fólks af íslenskum ættum í Norður Ameríku.


UMFANG OG ÁHRIF: Það er í anda þessara þriggja meginmarkmiða sem hin mörgu mismunandi viðfangsefni félagsins hafa verið framkvæmd í meira en hálfa öld. Starf þess hefur farið fram á vegum margra aðildarfélaga, sem og á vegum aðal-framkvæmdastjórnarinnar í Winnipeg.

Í gegnum árin hefur mjög náið samstarf verið haft við þjóðræknisfélögin í Reykjavík og á Akureyri, sem og ríkisstjórn Íslands í menningarmálum sem öðrum málum, svo sem, hópferðum við og við, og þátttöku í ýmsum sameiginlegum verkefnum. Böndin sem tengja eru sterk, jákvæð, uppbyggjandi og ómaksins verð, og öll teikn benda til þess að svo verði um langa framtíð.

 

 


Home | About Us | Chapters | Scholarships | Conventions |
News |Links | Audio Programs |Radio |Calendar | FAQs | Contact Us
Copyright © 2008 Icelandic National League of North America - All Rights Reserved.